27. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. júní 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:11

Vilhjálmur Bjarnason var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Birgir Ármannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1776. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 7. júlí 2017 Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Jón Fannar Kolbeinsson frá velferðarráðuneyti.

Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun nr. 2014/61/ESB um innviði fjarskipta Kl. 09:30
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3-6.

Formaður kynnti álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málin og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Tilskipun nr. 2016/1148/ESB um aðgerðir til að samræma net- og fjarskiptaöryggi kerfa innan ESB Kl. 09:30
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

5) Innleiðingarákvörðun (ESB) nr. 2016/902 - BAT fyrir meðferð á frárennsli og afgasi frá efnaiðnaði Kl. 09:30
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

6) Endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála Kl. 09:50
Undirnefnd utanríkismálanefndar kynnti tillögu að drögum að endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:39